fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Pressan

Þessar grænmetistegundir ýta hugsanlega undir ofþyngd

Pressan
Laugardaginn 25. janúar 2025 17:30

Kartöflur eru á listanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn, sem var gerð af vísindamönnum við Harvard TH Chan School of Public Health, leiddi í ljós að þrjár tegundir grænmetis geta hugsanlega ýtt undir ofþyngd.

Rúmlega 136.000 manns tóku þátt í rannsókninni sem náði yfir 24 ára tímabil, eða frá 1985 til 2014. Allir þátttakendurnir voru yngri en 65 ára og þeir þyngdust almennt á rannsóknartímanum.

Þátttakendurnir deildu heilsufarssögu sinni með vísindamönnunum, persónulegum upplýsingum og upplýsingum um lífsstíl sinn í upphafi rannsóknarinnar og síðan fjórða hvert ár.

Þátttakendurnir þyngdust að meðaltali um 1,5 kg á hverju fjögurra ára tímabili.

Rannsóknin leiddi í ljós að þeir sem borðuðu grænmeti, sem inniheldur sterkju, voru líklegri til að þyngjast meira en þeir sem borðuðu grænmeti sem inniheldur ekki sterkju. Express skýrir frá þessu.

Þeir sem borðuðu ekki grænmeti, sem inniheldur sterkju, þyngdust almennt 3 kg minna en hinir þátttakendurnir.

Grænmetistegundirnar þrjár, sem orsökuðu þyngdaraukningu, eru kartöflur, maís og ertur.

Vísindamennirnir benda á að þar sem um athugunarrannsókn sé að ræða, þá sé ekki hægt að draga þá niðurstöðu með vissu að neysla ákveðinna grænmetistegunda valdi þyngdaraukningu. Einnig spili inni á að þátttakendurnir veittu sjálfir upplýsingarnar sem rannsóknin byggist á og það geti hafa litað þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt
Pressan
Í gær

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er barnið þitt matvant

Þess vegna er barnið þitt matvant
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu
Pressan
Fyrir 4 dögum
Fannst eftir 41 ár