fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Þessi drykkur er góður fyrir hjartað og heilann

Pressan
Sunnudaginn 26. janúar 2025 12:30

Mynd úr safni. Mynd:EPA/M.A. PUSHPA KUMARA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinsæll heitur drykkur, sem er oft að finna í breskum eldhúsum, getur að sögn næringarfræðings hafa margvísleg jákvæð áhrif á heilsu okkar, sérstaklega fyrir heilann og hjartað.

Dr. Pamela Mason, næringarfræðingur hjá Tea Advisory Panel, segir að venjulegt te, innihaldi „auðæfi af heilsufarslegum ávinningi“.

Eins og flestir vita, þá drekka Bretar mikið te. Þegar Tea Advisory Panel gerði könnun meðal Breta um af hverju þeir drekka te, þá sagðist aðeins þriðjungur þeirra gera það vegna heilsufarskostanna.

En te býður upp á meira en bara gott bragð. Mason bendir á að fjöldi tetegunda geri hjartanu gott. Það skiptir engu hvort maður drekkur klassískt te eða jurtate eins og hibiscus, kamillute eða engiferte, allar þessar tegundir eru stútfullar af andoxunarefnum.

Mason sagði að svart te, grænt te og kamillute geti einnig verið gott fyrir heilann. Regluleg neysla á svörtu tei hefur verið tengd við betra minni á efri árum.

Grænt te inniheldur epigallocatechin gallate sem vinnur gegn minnistapi.

Kamillute hefur róandi áhrif og getur hjálpað til við að draga úr kvíða.

Mason ráðleggur fólki að drekka 3-4 bolla af svörtu tei á dag því það geri hjartanu og heilanum gott. Ef fólk vill frekar drekka jurtate, séu einn eða tveir bollar á dag góður kostur og einn eða tveir bollar af grænu tei. Express skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli