Í nýrri rannsókn komust vísindamenn að því að aðeins á einu svæði er líklegt að fljótandi kvika sé til staðar til langs tíma. Telja þeir líklegt að það muni gjósa á norðaustursvæði þjóðgarðsins. Það þarf þó ekki að hafa áhyggjur af að eldstöðin gjósi í dag eða á morgun en einhvern tímann í framtíðinni mun gjósa í þessari ofureldstöð.
En óvíst er hvort Yellowstone verður enn þjóðgarður þegar næst gýs þar. Ninfa Bennington, meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Live Science að reikna megi með að næsta gos í Yellowstone verði ekki fyrr en eftir mörg hundruð þúsund ár.
Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature, kemur fram að kvikan undir Yellowstone sé ekki í einu stóru kvikuhólfi. Hún er í fjórum kvikuhólfum í eldstöðinni. Höfundar hennar segja að kvikan sem er á norðaustursvæðinu, sem kallast Sour Creek Dome, hitni af völdum steina á miklu dýpi. Í vesturhluta eldstöðvarinnar muni kvikan hins vegar líklega byrja að kólna og storkna.