fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 15:30

Færði Biden Trump gjöf með þessu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má kannski segja að eitt síðasta verk Joe Biden á forsetastóli sé „skítverk“ sem geti hjálpað Donald Trump og Úkraínu.

Trump tekur við forsetaembættinu eftir nokkra daga og Joe Biden, fráfarandi forseti, hefur nýtt síðustu daga til að ljúka þeim verkum sem hann telur sig þurfa að ljúka áður en hann lætur af embætti.

Eitt af síðustu verkum hans var að bæta enn í refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi með því að bæta rúmlega 200 rússneskum fyrirtækjum og einstaklingum og 180 skipum á listann yfir þá sem refsiaðgerðirnar ná til.

Refsiaðgerðunum er ætlað að takmarka tekjur Rússa af hinum miklu orkuauðlindum sínum og þannig draga úr getu Pútíns til að fjármagna stríðið í Úkraínu.

Norska ríkisútvarpið segir að Kimberly Donovan, hjá The Atlantic Council, segi að þetta sé í fyrsta sinn sem Bandaríkin reyni að loka alveg á möguleika Rússa til að selja olíu úr landi.

Edward Fishman, hjá Foreign Policy, telur að refsiaðgerðirnar geti veitt Donald Trump ákveðinn ávinning þegar hann tekur við forsetaembættinu því þær geti styrkt samningsstöðu hans varðandi málefni Úkraínu.

Refsiaðgerðir Vesturlanda áttu að gera út af við Rússa 2022 en þrátt fyrir gríðarlegar verðhækkanir í landinu og himinháa vexti, þá hefur rússnesk efnahagslíf komist þolanlega í gegnum þær. Það sem hjálpar Rússum einna mest er að þeir hafa getað selt olíu en Kínverjar og Indverjar kaupa hana. „Skuggafloti“ rússneskra olíuflutningaskipa flytur olíuna úr landi og færir Pútín þannig milljarða í ríkissjóð, peninga sem eru notaðir til að fjármagna stríðsreksturinn.

En nýjast útspil Biden getur að mati sérfræðinga haft mikil áhrif á olíusölu Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kleini auglýsir lúxusgullkúlublómapotta keypta á AliBaba- Álagningin er yfirgengileg en frí heimsending fylgir

Kleini auglýsir lúxusgullkúlublómapotta keypta á AliBaba- Álagningin er yfirgengileg en frí heimsending fylgir
Fréttir
Í gær

Hvað eiga Danir að gera við yfirgangi Trumps? – „Grænland er orðið mikilvægt fyrir öryggishagsmuni Bandaríkjanna“

Hvað eiga Danir að gera við yfirgangi Trumps? – „Grænland er orðið mikilvægt fyrir öryggishagsmuni Bandaríkjanna“
Fréttir
Í gær

Áslaug Arna selur framboðsvarning – Hjartastuðtæki og Heimlich-leiðbeiningar fylgja ekki með

Áslaug Arna selur framboðsvarning – Hjartastuðtæki og Heimlich-leiðbeiningar fylgja ekki með
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“
Fréttir
Í gær

Hleypti óvart af hólknum í miðju hlaðvarpsviðtali – „Hver skaut hvern?“

Hleypti óvart af hólknum í miðju hlaðvarpsviðtali – „Hver skaut hvern?“