fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Íbúar í Seljahverfi og Kórahverfi að ærast vegna sprenginga – „Heimilið mitt nötraði“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 13. janúar 2025 14:00

Íbúar í Seljahverfi og Kórahverfi losna ekki við sprengingarnar í bráð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti og Kórahverfi í Vatnsenda eru búnir að fá sig fullsadda af sífelldum sprengingum Vegagerðarinnar vegna framkvæmda við Arnarnesveg. Sagt var að sprengingum lyki um áramót en halda þær áfram og lýsa íbúar þeim sem snörpum jarðskjálftum. Vegagerðin segir áhrifin undir leyfilegum mörkum samkvæmt reglugerð. Sprengingarnar halda áfram fram á vorið.

Sprengingarnar eru gerðar vegna svokallaðra bergskerninga fyrir nýjum Arnarnesvegi. Verkið hófst á móts við Vatnsendaveg og unnið er til suðurs í átt að Rjúpnavegi. Nú er vinna í gangi til móts við Kleifakór í Kópavogi.

Í bréfi til íbúa kom fram að sprengingum myndi ljúka um áramótin. Engu að síður halda þær áfram og eru íbúar, bæði í Seljahverfi og Kórahverfi, búnir að fá nóg.

Myndir skekkjast á veggjum

Íbúar hafa fundið vel fyrir höggunum, titringi sem sumir lýsa sem snörpum jarðskjálftum. Hafa um þetta skapast miklar umræður á samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að myndir á veggjum hafa skekkst og hafa sumir íbúar áhyggjur af heimilum sínum vegna þess.

„Í hádeginu í dag sprakk sprengja vegna framkvæmdanna við Arnarnesveg og heimilið mitt, í Klyfjaseli, nötraði,“ sagði ein kona á laugardag og fékk mikil viðbrögð.

„Ég kom heim rétt eftir sprenginguna (heyrði restina af viðvörunarhljoðinu) en maðurinn minn sagði að þessi hefði verið mjög öflug. Við erum í Klyfjaselinu líka og hér leikur reglulega allt á reiðiskjálfi,“ segir önnur.

Einn maður greinir frá miklum sprengingum í upphafi seinustu viku, við enda Kleifakórs.

„Ég er í austurenda Kleifakórs (mjög langt frá þessu) og það hristust allar myndir á veggjum og styttur hreyfðust á borðum. Voru alveg rosaleg læti,“ segir hann.

Kvarta íbúar undan samskiptaleysi og að ekki sé tekið tillit til þeirra. Einu svörin séu þau að höggin séu undir mörkum.

Verulegar tafir

„Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að ljúka þessum bergskeringum um síðustu áramót, en verkið hefur dregist meðal annars vegna þess að verktakinn ákvað að minnka hleðslu fyrir hverja sprengingu til að minnka áhrif sprenginganna á nærliggjandi hús,“ segir Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur á samskiptadeild Vegagerðarinnar. „Nú er áætlað að verkinu ljúki í maí á þessu ári.“

Aðspurð um þessi mörk segir hún að þau séu að finna í reglugerð um sprengiefni og forefni til sprengiefnagerðar. Það er hámarksbylgjuhraða millimetra á sekúndu fyrir mannvirki. Hámarksbylgjuhraðinn vegna sprenginganna við Arnarnesveg sé 15 millimetrar á sekúndu.

Segir hún að sérstakir mælar sem mæla bylgjuhraða séu settir á hús sem næst standa sprengivinnu hverju sinni. Þessir mælar séu reglulega skalaðir samkvæmt forskrift framleiðandans. Hingað til hafa mælarnir ekki sýnt útslag sem nemi þessu hámarksgildi.

„Það getur verið mismunandi hvernig finnst fyrir titringi vegna sprenginga, klöppin er breytileg og til dæmis finnur fólk í húsum sem eru steypt á klöpp meira fyrir sprengingum en þeir sem búa í húsum sem byggð eru á malarpúða, einnig finnst meira í steyptum húsum en timburhúsum, þá skiptir hæð og  lögun þeirra líka máli,“ segir Sólveig. „Vegagerðin skilur að það geti verið þreytandi að búa við truflanir af þessu tagi. Reynt er að gera það sem hægt er til að lágmarka óþægindin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus