Diego Leon er mættur til Manchester og fer í læknisskoðun hjá United í dag.
Leon er 17 ára gamall vinstri bakvörður sem kemur frá Cerro Porteno í heimalandinu Paragvæ og hefur verið talað um að United borgi rúmar 3 milljónir punda fyrir þjónustu hans.
Leon verður nú kynntur sem leikmaður United en kemur þó ekki formlega til liðsins fyrr en í sumar, eftir 18 ára afmælið sitt.
Um fyrstu kaup Ruben Amorim sem stjóri Manchester United er að ræða.
🔴✍🏻 Plan confirmed for Diego León today.
Medical tests, contract signing, first pictures as Manchester United player and then back to Paraguay… until July. https://t.co/VzjzS5Purn
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 13, 2025