fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles

Pressan
Mánudaginn 13. janúar 2025 14:30

Heimili brennur í Palisades eldinum, þeim stærsta af eldunum sem geisað hafa í Los Angeles undanfarna daga. Mynd/Apu Gomes/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint hefur verið ítarlega frá í fjölmiðlum um allan heim hafa miklir skógareldar valdið gríðarlegu tjóni í Los Angeles í Bandaríkjunum undanfarna daga. Á þriðja tug manna hefur látið lífið og heilu hverfin hafa þurrkast út. Menn hafa verið handteknir grunaðir um að hafa valdið eldunum með íkveikjum og ýmsar sögur eru á kreiki á samfélagsmiðlum um hvernig þessar hörmungar byrjuðu. Ný gögn benda hins vegar til að stærsti eldurinn, sem hefur valdið mesta tjóninu og kenndur er við borgarhlutann þar sem hann kom upp, Pacific Palisades, hafi mögulega byrjað þegar eldur sem slökktur var á nýársnótt hafi kviknað að nýju.

Daily Mail fjallar um þessi gögn og byggir á umfjöllun Washington Post. Palisades eldurinn kviknaði 7. janúar síðastliðinn.

Gögnin benda til að eldurinn hafi kviknað á sama stað og eldur sem kviknaði á gamlárskvöld en íbúar fullyrða að í síðara skiptið hafi slökkviliðið brugðist mun seinna við.

Eldurinn á nýársnótt kviknaði í kjarri og náði mest yfir 3,2 hektara svæði áður en tókst að slökkva hann. Til samanburðar má nefna að eldurinn mikli sem kviknaði 7. janúar hefur brennt um 9.600 hektara svæði, um 96 ferkílómetra.

Íbúar á svæðinu sögðu eldinn á nýársnótt hafa kviknað út frá flugeldum.

Gervihnattamyndir sem Washington Post hefur fengið aðgang sýna stóran brunablett þar sem eldurinn á nýársnótt byrjaði. Myndirnar benda einnig til að reykurinn frá eldinum mikla sem kviknaði 7. janúar sé upprunninn frá sama brunabletti og eldurinn á nýársnótt skildi eftir sig.

Vindarnir skæðu

Þegar mest var geisuðu fimm aðskildir eldar í borginni en tekist hefur að fækka þeim niður í þrjá. Varað hefur verið við því að styrkur hinna svokölluðu Santa-Ana vinda, sem skollið hafa á borginni frá eyðimörkum í nágrenni hennar og átt hafa mestan þátt í því hversu hratt eldarnir hafa breiðst út, muni aukast á ný í dag. Það eykur verulega líkurnar á því að krafturinn í eldunum aukist aftur.

Michael Gollner prófessor við Kaliforníuháskóla tjáði Washington Post að það sé vel þekkt að eldar geti kviknað á ný þrátt fyrir að allt líti út fyrir að tekist hafi að slökkva þá. Það sé vel mögulegt að eldur sem slökktur var á nýársnótt geti hafa kviknað aftur 6 dögum seinna.

Jacob Bendix prófessor emeritus í landafræði fékk gögnin til skoðunar og segir þau sýna að vel mögulegt sé að eldurinn frá því á nýársnótt hafi kviknað aftur og orsakað eldinn mikla í Pacific Palisades sem kviknaði 7. janúar.

Talsmaður slökkviliðs Los Angeles fullyrðir að slökkviliðsmenn hafi vandað til verka við að slökkva eldinn á nýársnótt. Vakt hafi verið á staðnum fram eftir nýársdegi til að sjá til þess að slökkt yrði í öllum glóðum sem kynnu að vera enn til staðar.

Seinna viðbragð

Washington Post hefur hins vegar fengið aðgang að talstöðvarsamskiptum slökkviliðsins og þar má glögglega heyra umræður hvort að það gæti verið að eldurinn á nýársnótt hafi kviknað aftur og komið Palisades eldinum mikla af stað. Einn slökkviliðsmaður sagði að mjög skammt væri á milli upptaka eldanna tveggja.

Slökkviliðsstjóri Los Angeles, Kristin Crowley, segist ekki búa yfir neinum upplýsingum um tengsl milli eldsins á nýársnótt og eldsins sem kviknaði 6 dögum síðar en útilokaði ekki að svo væri. Lögreglustjóri borgarinnar, Jim McDonnell, hefur heitið því að það verði rannsakað ofan í kjölinn hvernig allir eldarnir byrjuðu.

Íbúi á svæðinu hefur tjáð Washington Post að slökkviliðið hafi brugðist mjög hratt við eldinum á nýársnótt. Öðru máli hafi gengt þegar slökkviliðið hafi verið kallað til 7. janúar. Eftir 45 mínútur hafi loks þyrla flogið yfir en ekki verið með neitt vatn. Hægagangurinn hafi valdið honum miklum vonbrigðum þar sem eldurinn hafi breiðst hratt út.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið