fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. janúar 2025 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT), vandar Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og félögum hennar í stéttarfélaginu ekki kveðjurnar eftir útspil þeirra um helgina.

Fulltrúar Eflingar mættu í Kringluna á laugardag fyrir framan veitingastaðinn Finnsson Bistro. Útdeildu þeir dreifimiðum þar sem fullyrt var að eigendur Finnsson Bistro séu þátttakendur í SVEIT – Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri – sem Efling segir standa á bak við stéttarfélagið Virðingu.

Sem kunnugt er hefur Efling staðið í miklu stríði við Sveit og Virðingu undanfarnar vikur en Virðing er sakað um að vera „gervistéttarfélag“ sem brjóti á réttindum starfsfólks með „gervikjarasamningnum“.

Sigurður G. skrifar pistil á Facebook í morgun sem ber yfirskriftina Verndari sæluríkisins!

Sjá einnig: Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni

Í pistlinum segir hann að Sólveig Anna Jónsdóttir, Viðar Þorsteinsson og Sæþór Benjamín Randalsson hafi verið í fararbroddi lítils hóps innan Eflingar sem leitt hefur ófræðingarherferð gegn SVEIT og sakað þá um svik gagnvart starfsmönnum og launaþjófnað.

„Þá hefur Efling sent forsvarsmönnum fyrirtækja í SVEiT tölvupóst, þar sem krafist var upplýsinga frá fyrirtækjunum, sem Efling á engan rétt til að fá. Í tölvupóstinum var hótað aðgerðum gagnvart fyrirtækjum sem ekki færu að boði Eflingar,“ segir Sigurður og gerir svo uppákomuna á laugardag að umtalsefni.

„Efling lét til skarar skríða síðast liðinn laugardag gegn veitingahúsinu Finnsson í Kringlunni. Húseigandi hafði ekki heimilað Eflingu að halda fund í Kringlunni hvað þá að ráðast að lögmætri starfsemi sem þar fer fram. Frá öllu þessu var skilmerkilega greint í fjölmiðlum, sem leituðu þó ekki eftir afstöðu SVEIT, ef frá er talin Stöð 2.“

Þá bendir hann á að RÚV hafi leitað til sérfræðings í vinnurétti hjá BSRB í kvöldfréttum í gær og sá talið að Efling gæti farið með mál fyrir Félagsdóm.

„SVEIT hefur ítrekað bent á það í málflutningi sínum að það sé dómstóla að leysa úr ágreiningi milli aðila hafi þeir lögvarða hagsmuna. Félagafrelsi er tryggt í stjórnarskrá. Hvorki Efling né Félagsdómur hafa vald til að fjalla um og ákveða hvort SVEIT er lögmætt félag,“ segir Sigurður ómyrkur í máli og bætir við að forsvarsmenn Eflingar virðist gera sér grein fyrir þessu. Þeir ætli með „undirróðri og atlögum“ að einstaka fyrirtækjum að grafa undan starfsemi þeirra.

„Þetta er þekkt taktík stjórnenda og stjórnvalda sem telja sig boðbera og verndara sannleikans um sæluríkið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni
Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn