Real Madrid 2-5 Barcelona
1-0 Kylian Mbappe
1-1 Lamine Yamal
1-2 Robert Lewandowski(víti)
1-3 Raphinha
1-4 Alejandro Balde
1-5 Raphinha
2-5 Rodrygo
Barcelona vann spænska Ofurbikarinn í kvöld í ótrúlegum leik gegn erkifjendum sínum í Real Madrid.
Real byrjaði vel og komst yfir eftir fimm mínútur en Kylian Mbappe kom þá boltanum í netið.
Eftir það skoraði Barcelona fimm mörk en staðan eftir fyrri hálfleikinn var 4-1 og var fjörið svo sannarlega mikið.
Wojchiech Szczesny í marki Barcelona fékk svo rautt spjald á 56. mínútu og þá lagaði Rodrygo, leikmaður Real, metin beint úr aukaspyrnu.
Pólverjinn gerðist brotlegur rétt fyrir utan teig en það kom að lokum ekki að sök og öruggur sigur Barcelona staðreynd.