fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fókus

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Fókus
Sunnudaginn 12. janúar 2025 20:30

Sigurrós er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurrós Yrja kemur frá Vestmannaeyjum í grunninn og flytur síðan til Akureyrar með foreldrum sínum og litlu bræðrum, Gunnari og Ævari. Hún segir sögu Gunnars heitins sem lést þann 16. febrúar 2022, einn í herbergi sínu á Betra líf. Hún er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

„Gunnar lenti í sínu fyrra alvarlega bílslysi rétt fyrir þiggja ára afmælið sitt. Hann átti ekki að lifa það af, fékk framheilaskaða og skilaboð lækna voru að ef hann myndi lifa þá yrði hann bara grænmeti,“ segir Sigurrós og bætir við að hún ætli bara að tala hreint út. Hann breyttist þannig eftir slysið að hann varð ofvirkur, upp um alla veggi, en náði sér alveg og sýnir það vel hversu kröftugur hann var.

Lenti í öðru slysi

Gunnar lenti í öðru slysi á Akureyri þegar hann var sex eða sjö ára en þá varð hann fyrir bíl með þeim afleiðingum að höfuð hans opnaðist auk annarra alvarlegra meiðsla.

„Hann lamaðist, þurfti að læra allt upp á nýtt og fékk stórt ör í andlitið og höfuðið auk þess sem heilaskaðinn jókst,“ segir hún.

Gunnar var í hjólastól og svo á hækjum en kom til baka og náði sér eftir þetta slys, gegn öllu því sem læknar höfðu sagt, aftur.

Hrottalegt einelti

Sigurrós segir að Gunnar hafi lent í hrottalegu einelti eftir slysið.

„Ég held að það þekkist varla, hvorki fyrr né síðar, eins ógeðslegt ofbeldi gagnvart barni í hans stöðu. Þetta var brútal. Bæði strákahópar og til dæmis sérkennari sem var fenginn til að aðstoða hann,“ segir hún.

Þetta hrottalega einelti og ofbeldi stóð yfir í tíu ár eða þar til Gunnar flutti burtu frá Akureyri. „Hann hataði Akureyri.“

Einstakt hjartalag

Sigurrós segir að Gunnar hafi verið með einstakt hjartalag og hafi viljað sjá það góða í öllum. Góðmennska hans var oft misnotuð, sérstaklega eftir að hann byrjaði í neyslu.

„Ég tók hann til mín og vildi passa upp á hann, við vorum að nota saman og bjuggum í hústökuhúsi en eftir að ég varð edrú fékk hann að búa hjá mér þegar hann var edrú,“ segir hún.

Varð ofurpabbi

Sigurrós setti mörk sem Gunnar virti og skildi. Hann kynntist svo konu í neyslu, þau urðu edrú saman og þau eignuðust dóttur. Eins og gengur tók sjúkdómurinn sig upp aftur eftir einhvern tíma.

„Gunnar varð svo edrú á götunni, varð ofurpabbi og gerði allt fyrir dóttur sína,“ segir hún.

Eitthvað breyttist

Í síðasta skipti sem Gunnar féll breyttist eitthvað að sögn Sigurrósar. Hún segir að hann hafi kynnst konu sem hafi verið með ótakmarkað aðgengi að lyfjum frá læknum.

Hún segir að þegar hann lést hafi hann verið með plan um að snúa lífi sínu við.

„Ég er sárust yfir því að hann hafi legið einn inni í þessu herbergi í tvo sólarhringa. Hann dó ekki úr of stórum skammti. Hann dó úr innvortis blæðingu,“ segir hún.

„Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós segir að aðrir íbúar Betra lífs hafi beðið um að herbergi Gunnars yrði opnað því það heyrðust hljóð þaðan en það hafi ekki orðið við því. Herbergi Gunnars var opnað þann 18. febrúar, tveimur dögum eftir andlát hans, sökum lyktar sem farin var að berast þaðan.

„Hann var á súbba, var í niðurtröppun og átti pantað á Krýsuvík. Hann var í fyrsta skipti í mörg ár með plan. Það kom fram í krufningunni að það var einungis örlítið magn af súbba og engin önnur lyf. Hann hefði ekki þurft að deyja þarna,“ segir hún.

Það er hægt að hlusta á Sterk saman á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Fann leynileg skilaboð frá Matthew Perry ári eftir að hann dó

Fann leynileg skilaboð frá Matthew Perry ári eftir að hann dó
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ástin kulnuð – Fyrirsætan og stórleikarinn segja þetta gott eftir 3 ára samband

Ástin kulnuð – Fyrirsætan og stórleikarinn segja þetta gott eftir 3 ára samband