fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Pressan
Laugardaginn 18. janúar 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir sleppa því að borða morgunmat til að spara tíma og hjá sumum er þetta einfaldlega vani. Tímaskortur getur komið við sögu eða hin vinsæla megrunaraðferð sem gengur út á að fasta stóran hluta af sólarhringnum.

Þetta getur hjálpað fólki við að léttast en það fylgir því einnig heilsufarsleg áhætta að sleppa því að borða morgunmat að sögn EatingWell.

Ef maður sleppir því að borða morgunmat, getur það valdið stressi í líkamanum og það eykur magn kortísóns sem er hormón sem ýtir undir fitusöfnun, sérstaklega við magann.

Þetta getur einnig leitt til þess að blóðsykurmagnið lækki. Það getur aukið kvíða og valdið heilaþoku því heilinn þarf næringu til að geta starfað eðlilega.

Til langs tíma getur það að sleppa morgunmatnum haft áhrif á heilbrigði heilans eftir því sem kemur fram í rannsókn sem var birt í nóvember á síðasta ári í vísindaritinu Journal of Neurorestoratology.

Fólk, eldra en 60 ára frá Chengdu í Kína, tók þátt í rannsókninni. Vísindamennirnir komust að því að þeir sem slepptu því reglulega að borða morgunmat voru með minni vitræna starfsemi og meiri heilarýrnun en þeir sem borðuðu alltaf morgunmat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Í gær

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein