Samkvæmt frétt Dagbladet þá fór maðurinn, sem hét F. Iriskulov, inn í girðingu ljónanna. Hann tók þetta sjálfur upp á myndband.
Svo virðist sem hann hafi gert þetta og ætlað að mynda þetta til að heilla unnustu sína.
Á upptökunni sést maðurinn kalla á eitt ljónið sem heitir Simba og klappa því. Upptökunni lýkur með að maðurinn byrjar að öskra og myndin verður svört.
Bild segir að lík mannsins hafi fundist fjórum klukkustundum síðar.
Eitt af ljónunum þremur, sem voru í girðingunni, var aflífað eftir þetta.