Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar, sem hefur verið birt í European Heart Journal, eykur það heilsufarslegan ávinning kaffidrykkju ef það er drukkið að morgni. Um 40.000 manns tóku þátt í rannsókninni sem stóð yfir í 10 ár.
Niðurstöður hennar eru að þeir sem drukku kaffi á morgnana voru 31% síður líklegri til að deyja af hjartasjúkdómum á þeim 10 árum sem rannsóknin stóð yfir. En þegar fólk drakk fyrsta kaffibollann ekki fyrr en síðar um daginn, þá virtist hún ekki hafa þessi áhrif.
Rannsóknin sýndi að kaffidrykkja að morgni tengist sterklega almennt lægri dánartíðni miðað við kaffidrykkju síðar um daginn.
Þeir sem drukku kaffi á morgnana, voru einnig síður líklegri til að deyja óháð því hvort þeir neyttu kaffis í hófi, er þá miðað við tvo til þrjá bolla á dag, eða stórdrykkjufólk sem drakk meira. Það kom raunar í ljós að heilsufarsávinningurinn var minni fyrir þá sem drukku bara einn kaffibolla á morgnana.