fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Ný taktík Rússa virkar – Kurakhove er gott dæmi um það

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. janúar 2025 07:00

Rússneskir hermenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt ár, nýr ósigur. Það er staðreyndin fyrir Úkraínumenn sem misstu bæinn Kurakhove í hendur rússneska innrásarliðsins nýlega. Bærinn er á milli Vuhledar og Pokrovsk. Orustan um bæinn leiddi tvennt í ljós: Að Rússar hafa tekið upp nýja taktík á vígvellinum og að Úkraínumenn bregðast enn of seint við því þegar verið er að umkringja þá.

Úkraínski herinn hefur ekki enn viðurkennt að Kurakhove sé fallinn í hendur Rússa. Sagan um orustuna um bæinn er skólabókardæmi um slæma ákvarðanatöku úkraínsku herstjórnarinnar og sýnir að Rússar hafa tekið upp taktík sem Úkraínumenn eiga eiginlega ekkert gott svar við.

Ivan Stupa, fyrrum liðsmaður leyniþjónustu úkraínska hersins og núverandi hernaðarsérfræðingur, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að mörg vandamál hafi komið upp í tengslum við fall Kurakhove.

„Fyrir það fyrsta hafa Rússar gjörbreytt sóknaraðgerðum sínum. Ef þú manst eftir Bakhmut, þá héldu þeir sig bara við að sækja beint fram með málaliðum og refsiföngum. Varfærið mat er að þeir hafi misst um 20.000 menn þar. Ég ímynda mér að eftir það, hafi þeir sest við hringborðið og rætt málin og ákveðið að enduruppfinna taktína að umkringja,“ sagði hann.

Hann bætti við að margir úkraínskir bæir hafi fallið í hendur Rússa með þessari aðferð. Þetta virki, sé áhrifarík taktík og nú séu þeir að nota hana við Pokrovsk.

Hann benti á að auðvitað ráði Úkraínumenn því ekki hvað Rússar geri en þeir hafi sjálfir gert fjölda mistaka. Til dæmis séu aðgerðirnar í Kúrsk, í Rússlandi, í forgangi og þangað séu bestu skriðdrekarnir og önnur vopn frá Vesturlöndum send. Þar séu best þjálfuðu hermennirnir, þeir reyndustu og áköfustu. Annars staðar við víglínuna, skorti allt, sérstaklega athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Í gær

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?