fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

Pressan
Mánudaginn 13. janúar 2025 04:17

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brandon Dale Biggs, prestur í Oklahoma í Bandaríkjunum, segist hafa spáð rétt fyrir um morðtilræðið við Donald Trump í haust. Hann segist hafa birt myndband á netinu, með spádómnum, þremur mánuðum áður en reynt var að ráða Trump af dögum. Nú hefur hann sett fram nýjan spádóm sem verður að teljast hryllileg framtíðarsýn.

Hann segir að jarðskjálfti upp á 10 muni ríða yfir Bandaríkin og verða miklum fjölda fólks að bana. Hann segir að skjálftinn muni eiga upptök sín á New Madrid misgenginu sem nær yfir Missouri, Arkansas, Tennessee, Kentucky og Illinois.

Metro segir að þegar hann hafi lýst því sem hann sá, hafi hann sagt: „Hann var svo öflugur, 1.800 manns létust með fram misgenginu. Húsin, hrundu algjörlega til grunna.“

Hann sagði einnig að skjálftinn, sem hann sá í sýn sinni, hafi verið svo öflgur að þegar hann reið yfir hafi Mississippi áin byrjað að renna í aðra átt.

Hvað varðar tímasetningu skjálftans þá sagði hann að hann muni ríða yfir þremur dögum áður en reynt verður að skipta Jerúsalem upp með tveggja ríkja lausninni.

Öflugasti jarðskjálftinn, sem mælst hefur, var Valdiviaskjálftinn sem reið yfir Chile 1960. Hann var 9,5 stig.

Vísindamenn segja að ef skjálfti upp á 10 ríði yfir, þá verði það að eiga sér stað á misgengi sem er að minnsta kosti 10.000 kílómetrar á lengd. New Madrid misgengið er aðeins 241 kílómetri á lengd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“
Pressan
Í gær

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti
Pressan
Í gær

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi