Arsenal 1 – 1 Manchester United (1-2 eftir vítakeppni)
0-1 Bruno Fernandes(52)
1-1 Gabriel(’63)
Stórleik helgarinnar í enska bikarnum er nú lokið en leikið var á Emirates vellinum í London.
Arsenal tók á móti Manchester United í þessari viðureign í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.
Arsenal gat tryggt sér sigur í seinni hálfleik en Martin Ödegaard, fyrirliði liðsins, klikkaði á vítaspyrnu í stöðunni 1-1.
Bruno Fernandes hafði komið gestunum yfir með flottu marki áður en varnarmaðurinn Gabriel jafnaði metin stuttu síðar.
United spilaði alla framlenginguna manni færri en Diogo Dalot fékk að líta rauða spjaldið á 61. mínútu og var verkefnið erfitt í kjölfarið.