fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fókus

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. janúar 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku sjónvarpsþættirnir The Great British Bake Off valda því að bandaríski leikarinn David Schwimmer breytist í grátbarn.

„Ég tárast,“ segir leikarinn við Page Six og bætir við að uppáhalds keppandinn hans á síðasta tímabili hafi verið Nelly Ghaffar.

„Það er kona í þáttaröðinni sem hefur stolið hjarta mínu. Hún er frá Slóvakíu.“

Schwimmer kom fram í sérstökum þætti af þáttaröðinni árið 2023 þar sem stjörnurnar mættu til að safna fé til krabbameinsrannsókna. Þar vann Schwimmer til verðlauna og fékk hið eftirsótta Paul Hollywood handaband fyrir grænmetis- og karrýpottböku.

„Satt að segja hef ég aldrei fengið mér tófú sem ég hef notið áður,“ sagði Hollywood áður en hann rétti stjörnunni höndina. „Þetta er frábær baka.“

Schwimmer má næst sjá í þáttaröðinni Goosebumps: The Vanishing þar sem hann leikur Anthony Brewer, fyrrverandi grasafræðiprófessor og fráskilinn faðir tvíbura sem eru sendir til að eyða sumri í hverfi föður síns, sem heitir því viðeigandi nafni Gravesend, Brooklyn.

Schwimmer viðurkennir að hann hafi aldrei lesið Gæsahúð skáldsögur R.L. Stine fyrir dóttur sína, Cleo, sem er 13 ára, á meðan hún var að alast upp, en hann hafði auðvitað heyrt um bókaflokkinn og vissi um vinsældir hans.

„Ég er mikill aðdáandi hryllings-hasar-gamanmyndategundarinnar, og ég hef bara aldrei getað leikið í þeirri tegund, svo ég var mjög, virkilega spenntur,“ segir Schwimmer. Hann segir það líka bónur að þættirnir voru teknir upp í New York, þar sem hann býr.

„Ég fæddist í Queens og við skutum um alla Queens og Brooklyn. … Mér fannst þetta bara of gott tækifæri til að sleppa,“ segir hann.

Schwimmer deilir sameiginlegri ástríðu með með persónu sinni: ást á plöntum.

„Ég er bókstaflega með appið í símanum mínum … þar sem þú setur myndavélina þína á hvaða plöntu sem er í heiminum og appið segir þér strax allt um plöntuna. Ég er bókstaflega þessi gaur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Fann leynileg skilaboð frá Matthew Perry ári eftir að hann dó

Fann leynileg skilaboð frá Matthew Perry ári eftir að hann dó
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ástin kulnuð – Fyrirsætan og stórleikarinn segja þetta gott eftir 3 ára samband

Ástin kulnuð – Fyrirsætan og stórleikarinn segja þetta gott eftir 3 ára samband