Marcus Rashford verður ekki í leikmannahópi Manchester United sem spilar við Arsenal í dag.
Um er að ræða leik í enska bikarnum en Arsenal er á heimavelli og kemur United í heimsókn klukkan 15:00.
Rashford hefur verið að glíma við veikindi undanfarna daga en er heill heilsu og gat Ruben Amorim, stjóri liðsins, valið hann í hóp.
Manchester Evening News segir þó að Rashford verði ekki í hópnum og að hann hafi ekki ferðast með til London.
Rashford hefur ekki spilað fyrir United síðan í byrjun desember og er talinn vera á förum í janúar.