Zlatan Ibrahimovic, goðsögn og sendiherra AC Milan, hefur tjáð sig um sóknarmanninn Marcus Rashford.
Rashford er orðaður við þónokkur félög þessa stundina og þar á meðal Milan sem er eitt allra stærsta félag Ítalíu.
Rashford er á mála hjá Manchester United en hann lék með Zlatan hjá félaginu um tíma.
,,Ég þekki Marcus vel, við spiluðum saman. AC Milan er eitt stærsta félag heims og allir vilja spila hérna,“ sagði Zlatan.
,,Það er ekki auðvelt að eiga við MAnchester United, við sjáum til hvort þeir vilji hefja viðræður eða ekki.“