Svíinn Lucas Bergvall reyndist hetja Tottenham í vikunni er liðið mætti Liverpool í enska deildabikarnum.
Bergvall er afskaplega efnilegur leikmaður en hann er fæddur árið 2006 og er því aðeins 18 ára gamall.
Svíinn kom til Tottenham á síðasta ári frá Djurgarden en fáir vita það að hann var áður á reynslu hjá Manchester United.
Bergvall fór á reynslu til United 14 og 16 ára gamall en félagið gat ekki fengið hann á þeim aldri frá heimalandinu.
Barcelona reyndi síðar að semja við Bergvall er hann varð 18 ára en Tottenham hafði betur og er hann reglulega í aðalliðinu.
Bergvall skoraði eina markið í 1-0 sigri á Liverpool í vikunni og hefur samtals spilað 22 leiki fyrir Tottenham.