Liverpool komst þægilega áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar með sigri á D-deildarliðið Accrington í dag.
Arne Slot stillti upp töluvert breyttu liði í dag. Diogo Jota kom Liverpool yfir eftir um hálftíma leik og skömmu síðar tvöfaldaði Trent Alexander-Arnold forskot heimamanna með glæsilegu marki.
Hinn 18 ára gamli Jayden Danns kom Liverpool í 3-0 á 76. mínútu og Federico Chiesa, sem hefur verið sterklega orðaður frá Liverpool, innsiglaði 4-0 sigur undir lok leiks.
Wolves vann þá 1-2 sigur á Bristol City með mörkum Rayan Ait-Nouri og Rodrigo Gomes, en úrslit dagsins hingað til í enska bikarnum má sjá hér að neðan.
Liverpool 4-0 Accrington
Bristol City 1-2 Wolves
Middlesbrough 0-1 Blackburn
Birmingham 2-1 Lincoln