Liverpool leiðir 2-0 gegn Accrington í leik liðanna í 3. umferð enska bikarsins.
Trent Alexander-Arnold er með fyrirliðabandið í dag. Hann hefur verið mikið í umræðunni vegna mögulegra skipta hans til Real Madrid.
Fékk hann harða gagnrýni fyrir frammistöðu sína í jafnteflinu gegn Manchester United um síðustu helgi en hann er búinn að skora glæsilegt mark í leik dagsins.
Trent kom Liverpool í 2-0 með markinu, sem sjá má hér að neðan.
Captain Trent ©️@TrentAA with a beauty from distance for @LFC 🚀#EmiratesFACup pic.twitter.com/OHrTuA84Te
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 11, 2025