fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. janúar 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir áhugamenn um pólitíska dramatík hafa eflaust rekið upp stór augu þegar gengið var framhjá Degi B. Eggertssyni sem þingflokksformanni Samfylkingarinnar í vikunni. Flestir höfðu talið að sú vegsemd, sem og auðvitað umtalsvert hærri launatékki, myndi falla honum í skaut eftir að honum hafi verið ýtt til hliðar sem mögulegu ráðherraefni og sagt að hann gæti í besta falli tekið af sér formennsku í Félagi pólitískra aukaleikara.

Þá var ekki síður athyglisvert hve opinskár Dagur sjálfur var eftir tíðindin og játaði í viðtali við Mbl.is  að hann hefði gert ráð fyrir því að hljóta stöðuna.

Flestir hafa talið að Dagur muni að lágmarki fá formennsku í einhverri af mikilvægustu nefndum Alþingis. Orðið á götunni er að það þurfi ekki að vera, líkur séu á því að einnig verði gengið fram hjá Degi varðandi þær.

Samvinna frekar en sundrung

Nú er það ekkert óvenjulegt að einhverjar valdablokkir séu til staðar innan stærri flokka. Nærtækast er að horfa til Sjálfstæðisflokksins þar sem, í einfaldaðri mynd, tvær stórar valdablokkir hafa iðulega tekist á. Bjarni Benediktsson hefur um árabil farið fyrir þeirri stærri en Guðlaugur Þór Þórðarson verðið óumdeildur leiðtogi hinnar.

Út á við hafa þessar blokkir hins vegar getað unnið saman og þannig hefur aldrei komið til greina annað en að Guðlaugur Þór væri í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins þó að hann væri í einskonar stjórnarandstöðu innan flokksins.

Kristrún Frostadóttir virðist hins vegar ætla að feta aðra braut við að stýra Samfylkingunni. Þeir sem eru með henni í liði fá vegtyllurnar en aðrir eru úti í kuldanum.

Andspyrnuhreyfingin mun bíða færis

Þannig hefur Kristrún gengið ansi hart fram í að ýta óæskilegu Samfylkingarfólki til hliðar. Helga Vala Helgadóttir var fyrst á gapastokkinn, Oddný Harðardóttir fór sömu leið og þá virðist Kristrúnu mikið í mun að fjarlægjast borgarstjórnararm flokksins.

Auk Dags eru þar innandyra metnaðarfullt stjórnmálafólk eins og Heiða Björg Hilmisdóttir og Hjálmar Sveinsson.

Segja má því að þetta fólk sé komið í einskonar andspyrnuhreyfingu innan Samfylkingarinnar. Fagni velgengni flokksins út á við en hugsi Kristrúnu þegjandi þörfina bak við luktar dyr.  Sú hreyfing mun þó hafa hægt um sig þessi misseri enda Kristrún og hennar fólk á hápunkti vinsælda sinna og með alla þræði í sínum höndum.

Þegar hveitabrauðsdagarnir eru liðnir og Kristrún fer að glíma við umdeild og óvinsæl mál þá má búast við að úr húsi í grennd við Óðinstorg muni heyrast muldrað: „Vive la résistance!

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt