Marcus Rashford vill helst ganga í raðir AC Milan, eftir því sem fram kemur í ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport í dag.
Rashford hefur verið orðaður við fjölda stórliða undanfarið, má þar nefna Arsenal, Barcelona og Dortmund auk Milan. Ljóst er að hann á ekki framtíð hjá Manchester United undir stjórn Ruben Amorim sem tók við síðla árs í fyrra.
Samkvæmt þessum nýjustu fréttum myndi Rashford kjósa það að skipta yfir til Ítalíu og ganga í raðir Milan. Líklegt er að hann færi á láni út tímabilið til að byrja með.
Rashford, sem er 27 ára gamall, er uppalinn hjá United en dagar hans á Old Trafford virðast senn taldir.