David Moyes er að taka aftur við Everton en frá þessu greina margir blaðamenn og þar á meðal Fabrizio Romano.
Sean Dyche var nýlega rekinn frá Everton og er Moyes að snúa aftur eftir mjög langa fjarveru frá félaginu.
Moyes þjálfaði Everton frá 2002 til 2013 en tók síðar við Manchester United og Real Sociedad.
Undanfarin ár hefur Moyes verið stjóri West Ham en hann var rekinn frá félaginu fyrir tímabilið.
Moyes er 61 árs gamall Skoti og á erfitt verkefni framundan í fallbaráttunni á Englandi.