Talið er að allt að tíu þúsund hús eða byggingar hafi brunnið til kaldra kola í gróðureldunum í Los Angeles. Lögreglan skoðar einnig hvort einhverjir eldanna hafi verið kveiktir viljandi af óprúttnum einstaklingum.
Hátt í 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og ekki er ljóst hvenær hamfarirnar taka enda.
Wall Street Journal birti í dag myndband með fyrir og eftir myndum sem sýna glöggt eyðilegginguna.