fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Handtóku meintan brennuvarg í Los Angeles – Grunaður um að hafa kveikt elda nærri heimilum stórstjarna

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 10. janúar 2025 15:33

Brennuvargurinn meinti leiddur burt í járnum. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa lagt eld að gróðri nærri heimili stórstjarna í borginni. Eins og varla hefur farið framhjá neinum hafa miklir skógareldar geisað við borgina síðustu daga sem hafa eyðilagt þúsundir heimila og kostað á annan tug manna lífið.

Ekki liggur fyrir hver uppruni skógareldanna er. Algengasta orsökin er yfirleitt þegar eldingum slær niður en það er útilokað í þessu tilviki. Aðrir möguleikar eru íkveikja eða þá að neisti frá biluðum rafmagngslínum hafi tendrað bál. Fyrsti möguleikinn hefur verið sleginn út af borðinu í ljósi þess að ekkert var um eldingar á svæðinu þegar skógareldarnir kviknuðu en aðrir möguleikar eru til rannsóknar.

Borið hefur á orðrómi um að brennuvargar hafi gert illt verra með því að kveikja elda víðar um borgina. Þeir orðrómar virðast á rökum reistir eftir handtökuna í morgun. Um var að ræða heimilislausan mann á fertugsaldri sem var með gasbrennara meðferðis en árvökulir íbúar höfðu hendur í hári hans.

Tíðindin hafa vakið mikla reiði ytra og hafa ýmsar stjórstjörnur keppst við að fordæma hið meinta níðingsverk.

„Þið helsjúku andskotar. Hvað í fjandanum er að fólki?? Íkveikja?? Megir þú vera sakfelldur af fullum þunga, þvílíkt ógeð!!“ skrifaði til að mynda Khloe Kardashian.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigurjón skammar Moggann – „Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun“

Sigurjón skammar Moggann – „Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Rútuslys á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Gróa lætur Íslandspóst heyra það – „Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta“ 

Gróa lætur Íslandspóst heyra það – „Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta“ 
Fréttir
Í gær

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd