Eins óvænt og það gæti hljómað er West Ham að skoða stöðu sóknarmannsins öfluga Marcus Rashford.
Rashford vill komast burt frá Manchester United á þessu ári en hann hefur lítið spilað undanfarnar vikur.
Englendingurinn er nú sagður vera á óskalista West Ham sem fylgist vel með gangi mála að sögn TalkSport.
Rashford er 27 ára gamall en hann hefur áður verið orðaður við töluvert stærri félög eins og Paris Saint-Germain og Barcelona.
United gæti verið opið fyrir því að lána Rashford í janúar og svo selja hann endanlega næsta sumar.