fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Opna heimili sitt fyrir þeim sem þurftu að flýja gróðureldana

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. janúar 2025 13:30

Harry og Meghan Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, hafa opnað heimili sitt í Montecito í Kaliforníu fyrir vinum og ástvinum sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín vegna gróðureldanna í Los Angeles.

Hjónin búa um 150 km norður af Los Angeles svæðinu. Svæðið hefur ekki verið rýmt, en íbúum hefur verið tilkynnt að rýma þyrfti með stuttum fyrirvara. 

Sjá einnig: Heimili Harry og Meghan á hááhættusvæði – Gætu þurft að rýma tafarlaust

Auk þess að aðstoða ástvini sína, hafa hjónin einnig stutt við samfélagið í gegnum samtök sín Archewell Foundation til að ákvarða áhrifamestu leiðirnar til að styðja samfélagið í því áfalli sem það gengur nú í gegnum.Samtökin hafa þegar auglýst eftir sjálfboðaliðum sem veitt geta íbúum sálrænan stuðning. Að auki hafa öll framlög í gegnum samtökin verið lögð til hjálparstarfs.

Hjónin vinna ásamt kokkinum José Andrés’ sem starfrækir World Central Kitchen að hjálparstarfi og hafa hjónin einnig gefið nauðsynlegar vistir, svo og fatnað og barnavörur.

Fimmtudaginn 9. janúar gáfu þau út yfirlýsingu sem ber titilinn „Southern California Fires“ á vefsíðunni sussex.com, þar sem lögðu eru fram úrræði og hugmyndir fyrir einstaklinga sem vilja hjálpa íbúum sem orðið hafa fyrir tjóni vegna eldanna.

Robert Luna, lögreglustjóri í Los Angeles-sýslu, segir að fjöldi látinna af völdum eldanna í sé óþekktur eins og er, þrátt fyrir fyrri fregnir. Á blaðamannafundi fimmtudaginn 9. janúar sagði Luna að hann væri „ekki sáttur“ með bráðabirgðaupplýsingarnar sem hann fékk en tók fram að fólk „geri sitt besta“ í erfiðum aðstæðum.

Varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, hefur bent á að mörg tryggingafélög hafi sagt upp tryggingu hjá einstaklingum sem urðu fyrir tjóni vegna gróðureldanna, sem mun „leggja aukna byrði á getu þeirra til að jafna sig.“ Kallar hún eftir því að málið verði tekið fyrir.

@cbsnews Many insurance companies have canceled insurance for a lot of the families affected by the Los Angeles-area wildfires, which will „place an added burden on their ability to recover,“ says Vice President Kamala Harris, calling for the issue to be addressed. #news #Kamala #Biden #fires #wildfires #losangeles #California #Palisades ♬ original sound – cbsnews

Wall Street Journal greinir frá því að gróðureldarnir séu þeir kostnaðar­söm­ustu í sögu Banda­ríkj­anna. Heild­artjón vegna eld­anna er um 50 millj­arða banda­ríkja­dala, eða um 7 bill­jón­ir ís­lenskra króna að mati trygg­inga­sér­fræðings fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins J.P. Morg­an, Jimmy Bhull­ar, 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“