Liverpool skoðar þann möguleika að fá Khvicha Kvaratskhelia til liðs við sig frá Napoli í janúar. The Athletic segir frá.
Kvaratskhelia hefur lengi verið orðaður frá Napoli, þrátt fyrir að vera samningsbundinn til 2027.
Real Madrid og Paris Saint-Germain hafa einnig áhuga á þessum 23 ára gamla leikmanni en nú er sagt að Liverpool gæti bæst við í kapphlaupið um hann.
Það verður þó ekki ódýrt að fá Kvaratskhelia. Napoli vill 67 milljónir punda fyrir hann. Gengi Liverpool að þeim verðmiða yrði hann sá þriðji dýrasti í sögu félagsins.
Kvaratskhelia er kominn með fimm mörk og þrjár stoðsendingar í Serie A á þessari leiktíð.