fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Skellt í lás á Bryggjunni brugghús og eigendur gjafabréfa áhyggjufullir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. janúar 2025 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur verið lokað á hinum vinsæla veitingastað og bjórgerð Bryggjan brugghús. Engin starfsemi er í húsnæðinu, ekki er svarað í síma, vefsíða staðarins liggur niðri og Facebook-síða staðarins hefur verið tekin niður.

Í fyrirtækjaskrá Skattsins er skráður eigandi Róbert Ísak Þorsteinsson en hann er aðeins tvítugur að aldri. DV hefur ekki tekist að ná í Róbert Ísak.

Ábyrgðarmaður veitingaleyfis staðarins er skráður hjá sýslumanni Jóel Salómón Hjálmarsson. Hann seldi hins vegar hlut sinn í fyrirtækinu sumarið 2023 og hefur engin afskipti haft af því síðan.

Ábyrgðarmaður lénsins bryggjanbrugghus.is heitir Hjörvar en segist ekki hafa afskipti af félaginu. Hann sagðist í símtali við DV geta veitt nánari upplýsingar síðar.

Í Facebook-hópnum Matartips lýsa nokkrir eigendur gjafabréfa staðarins yfir áhyggjum sínum. Svo virðist sem þeir þurfi að gera kröfu í væntanlegt þrotabú til að fá gjafabréfin endurgreidd.

Í umræðu í Facebook-hópnum Mæðratips er því haldið fram að staðurinn hafi verið tæmdur af tækjum í gær.

Fréttinni hefur verið breytt. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu
Fréttir
Í gær

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“