Þungavigtarbikarinn fer af stað í kvöld með áhugaverðum slag nýliða Aftureldingar og Íslandsmeistarar Breiðabliks í Mosfellsbæ.
Þetta er þriðja árið sem mótið er haldið, en FH hefur unnið það í bæði skiptin hingað til. FH mætir einmitt Vestra á morgun og fer sá leikur fram í Akraneshöllinni.
Hér að neðan eru riðlarnir á mótinu og dagskráin:
A-riðill
Afturelding
Breiðablik
ÍA
10. janúar: Afturelding – Breiðablik kl. 18 (Malbiksstöðin að Varmá)
18. janúar: Breiðablik – ÍA kl. 13 (Kópavogsvöllur)
25. janúar: ÍA – Afturelding kl. 12 (Akraneshöllin)
B-riðill
FH
Stjarnan
Vestri
11. janúar: FH – Vestri kl. 13 (Akraneshöll)
18. janúar: Stjarnan – Vestri kl 12:30 (Samsungvöllurinn)
25. janúar: FH – Stjarnan kl. 12:00 (Skessan)