Cristiano Ronaldo skoraði af vítapunktinum í 3-1 sigri Al-Nassr á Al-Okhdood í gær og fagn hans hefur vakið athygli.
Ronaldo kom sínu liði í 2-1 af vítapunktinum og er hann fagnaði benti hann á Brasilíumanninn Paulo Vitor í marki Al-Okhdood og hló.
Vitor kvartaði þá í dómaranum og virtist eitthvað ósáttur við framkvæmd vítaspyrnunnar.
Ekki er ljóst hvort eða hvers vegna andaði köldu á milli Ronaldo og Vitor en fagnið vakti allavega athygli og má sjá það hér að neðan.
GOOOAAAAL for Cristiano Ronaldo! 🇵🇹
Clinical from the spot 🎯 pic.twitter.com/2vPp6vr4d2— FOX Soccer (@FOXSoccer) January 9, 2025