Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð vegna rútuslyss á Suðurlandi. Tvær rútur rákust saman, með alls á fimmta tug innanborðs. RÚV greinir frá.
Ekki kemur fram nákvæm staðsetning né liggur fyrir hvort og hve mikil slys hafa orðið á fólki. Þyrla Landhelgisgæslunnar er reiðubúin ef þörf krefur.
RÚV greinir frá því að tvær rútur hafi rekist saman við Hellu, samanlagt með á fimmta tug farþega. Óljóst er enn með slys á fólki en þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og fer í loftið innan skamms.
Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi eru slys á fólki vegna slyssins minniháttar.
Samkvæmt uppfærðri tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi voru fimm flutt til skoðunar á HSu á Selfossi með minniháttar áverka eftir óhappið.