fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. janúar 2025 10:30

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump og fulltrúar hans eru nú sagðir leita logandi ljósi að sjúkdómi sem gæti réttlætt lokun landamæranna við Mexíkó.

Bandaríska stórblaðið New York Times greinir frá þessu og hefur eftir nokkum heimildarmönnum sem sagðir eru þekkja til málsins.

Trump tekur á næstu dögum við embætti Bandaríkjaforseta af Joe Biden eftir sigur hans í kosningunum í nóvember. Trump hefur áður lýst yfir vilja sínum til að loka landamærunum við Mexíkó vegna straums ólöglegra innflytjenda yfir landamærin.

Í umfjöllun New York Times kemur fram að Trump sé líklegur til að réttlæta lokun landamæranna með einhvers konar heilsufarsógn – að innflytjendur séu að flytja hættulega sjúkdóma með sér sem ógna bandarískum almenningi.

Fram kemur að ráðgjafar hins verðandi forseta hafi síðustu mánuði leitað logandi ljósi að sjúkdómi til að byggja mál sitt á, þar á meðal berklum og öðrum öndunarfærasjúkdómum. Hafa þeir leitað til landamæraeftirlitsins um að fá dæmi um þá sjúkdóma sem greinst hafa í flóttafólki.

Í umfjöllun New York Times kemur fram að starfslið Trumps hafi ekki svarað fyrirspurnum blaðsins vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið