Það varð ekkert af því að Ashley Young, leikmaður Everton, mætti syni sínum Tyler Young í enska bikarnum í gær.
Hinn 39 ára gamli Ashley og hans lið Everton mætti Peterborough í gær og þar er 18 ára gamall sonr hans, Tyler. Everton vann leikinn 2-0 en margir voru svekktir yfir því að Tyler hafi ekki fengið að koma við sögu í leiknum. Hann sat á bekknum allan leikinn.
Stjóri Peterborough var spurður út í þetta eftir leik. „Það var erfitt að geyma Tyler á bekknum allan leikinn og mig langaði að setja hann inn á en okkur vantaði mark svo ég setti framherja inn á,“ sagði hann.
Ashley fór á samfélagsmiðla í morgun og skrifaði einfaldlega: „Svekktur.“ Færslan hefur vakið mikla athygli, en þetta hefði verið í fyrsta sinn sem faðir og sonur mættust í enska bikarnum.
GUTTED……
— Ashley Young (@youngy18) January 10, 2025