fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Varpa sprengju um Carbfix: Fyrirtækið sagt stefna að mun umfangsmeiri framkvæmdum en áður hefur komið fram

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. janúar 2025 08:40

Stefnt er að því að flytja efnið inn í gegnum Straumsvík. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Carbfix er sagt sefna að niðurdælingu á allt að 4,8 milljónum tonna af koldíoxíði og er það sagt vonast til að velta hátt í þrjú hundruð milljörðum á fullum afköstum. Eru fyrirhugaðar framkvæmdir sagðar mun umfangsmeiri en Hafnfirðingar hafa fengið upplýsingar um.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri úttekt í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Umrætt verkefni, hið svokallaða Coda Terminal-verkefni, hefur reynst mjög umdeilt en fram hefur komið að umrædd niðurdæling, meðal annars á snefilefnum af blásýru og öðrum efnum, mun eiga sér stað í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilum fólks og vatnsverndarsvæðum. Eru íbúar á Völlunum sérstaklega margir uggandi yfir málinu sem þeir hafa sagt vera risastórt tilraunaverkefni nálægt mannabyggð.

Í umfjöllun Heimildarinnar kemur fram að viljayfirlýsing liggi meðal annars fyrir um viðskipti við fyrirtæki sem dæmt hefur verið fyrir glæpi gegn mannkyni.

Í umfjölluninni kemur fram að fyrirtækið neiti því að ætla að dæla meira niður en áréttar að ef áhugi væri á slíku í framtíðinni fæli það í sér nýtt verkefni sem lagt yrði fyrir í nýju umhverfismati. Vísað er í viðskiptaáætlun fyrirtækisins þar sem fram kemur að sótt verði um auknar heimildir til niðurdælingar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

Bent er á það í Heimildinni að þær áætlanir sem kynntar hafa verið fyrir íbúum gangi út á að flytja inn og dæla niður þremur milljónum tonna af koldíoxíði, en í viðskiptaáætlun fyrirtækisins komi fram að sækja eigi um annað umhverfismat á næsta ári sem myndi fela í sér niðurdælingu á mun meira magni en það.

Heimildin ræðir meðal annars við Valdimar Víðisson, nýjan bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem staðfestir að í kynningum á fundum með íbúum og bæjarfulltrúum Hafnarfjarðar hafi aldrei verið minnst á þessi markmið.

Ítarlega er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“
Fréttir
Í gær

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís
Fréttir
Í gær

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla