Harry Maguire, leikmaður Manchester United, hefur misst bílprófið í um tvo mánuði en frá þessu greina enskir miðlar.
Maguire braut umferðarlögin tvívegis á síðasta ári en í bæði skiptin var hann stöðvaður fyrir of hraðan akstur.
Bæði brotin áttu sér stað í mars á síðasta ári og með aðeins tveggja daga millibili – hann var sektaður um 1666 þúsund pund.
Nú nokkru seinna hefur ákvörðun verið tekin um að svipta Maguire ökuréttindum þar til í mars á þessu ári.
Maguire viðurkenndi sín eigin brot en hann verður þó klár í slaginn gegn Arsenal þann 12. janúar næstkomandi.