Manchester City er farið af stað í viðræður við Palmeiras um Vitor Reis, 18 ára gamlan miðvörð.
City ætlar að styrkja sig í janúar eftir arfaslakt tímabil til þessa. Reis er einn af þeim sem er á blaði.
City er farið af stað við Palmeiras og fulltrúa leikmannsins og er talið að enska félagið muni bjóða 33,5 milljónir punda í leikmanninn, sem hefur vakið áhuga víðar.
Englandsmeistararnir fjórföldu hafa einnig augastað á mönnum eins og Omar Marmoush hjá Frankfurt og Abdukodir Khusanov hjá Lens.
🔵🇧🇷 Manchester City mission for Vitor Reis, ongoing in Brazil. Even today and in the next hours/days.
18 year old Brazilian centre back is key target after Brighton and more clubs had bids rejected…
…Man City are working on it strong, €40m package. Talks on. Deal on. 🔛👀 pic.twitter.com/Z2u0E1ZEeS
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 9, 2025