Gareth Southgate er orðinn næstlíklegastur samkvæmt veðbönkum til að taka við franska landsliðinu, en vakin er athygli á þessu í enskum miðlum.
Didier Deschamps hefur staðfest að hann muni hætta með liðið eftir HM á næsta ári, en hann hefur stýrt franska landsliðinu síðan 2012 við góðan orðstýr.
Samkvæmt veðbönkum er Zinedine Zidane langlíklegastur til að taka við. Hann hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Real Madrid 2021. Honum er gefinn stuðullinn 2 á móti einum.
Því næst kemur Southgate, sem hætti með enska landsliðið í sumar, með stuðulinn 8 á móti einum.
Jose Mourinho, sem nú starfar hjá Fenerbahce í Tyrklandi, er í þriðja sæti yfir þá sem eru líklegastir samkvæmt veðbönkum.