Stjarnan er að semja við Alex Þór Hauksson, þrátt fyrir að hann hafi verið sterklega orðaður við ÍA undanfarið.
Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson greinir frá þessu og endurbirtir færslu sem Stjarnan birti í dag. Þar er gefið í skyn að samið verði við leikmann klukkan 13 í dag.
Stjarnan að ræna Alex Þór af ÍA á síðustu stundu. 👀 pic.twitter.com/hyN4l3ca4a
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) January 9, 2025
Alex Þór kom heim úr atvinnumennsku í fyrra og gekk í raðir KR. Hann fann sig hins vegar ekki þar.
Miðjumaðurinn kom upp í gegnum yngri flokka starf Stjörnunnar og spilaði þar áður en hann fór út til Svíþjóðar.