Hafnfirðingar eru hrifnir af hrossataði og ætla ekki að hætta að nota það til uppgræðslu. Þetta var ákveðið á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðarbæjar í gær.
Hrossatað hefur verið í fréttum undanfarið. Ólga er á meðal hestamanna á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að sum sveitarfélög hafa bannað dreifingu taðs á opin svæði. Það er að nýta það til uppgræðslu.
Skila þarf taðinu til Sorpu en fyrirtækið innheimtir móttökugjald upp á 26 krónur á kílóið. Er hrossatað flokkað og skattlagt sem úrgangs-eða spilliefni.
„Vegna frétta um að hrossatað sé flokkað sem úrgangs- eða spilliefni á það ekki við um hrossatað komið frá hrossum í Hafnarfirði,“ segir í bókun Hafnfirðinganna. „Hafnfirðingar líta á hrossatað sem lífrænan, náttúrulegan og uppgræðandi úrgang sem hefur verið nýttur sem áburður frá örófi alda.“
Hafi Hafnarfjarðarbær og Hestamannafélagið Sörli haft góða samvinnu um nýtingu hrossataðs til uppgræðslu í landi Hafnarfjarðarbæjar um langt árabil. Engin breyting er fyrirhuguðu í þeim efnum.