fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Fókus

Stefanía er í hamingjusömu sambandi en samt í sambandsráðgjöf – „Mér finnst þetta vera bara hjálpartæki“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. janúar 2025 11:30

Stefanía Svavarsdóttir Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Svavarsdóttir söngkona ræðir sönginn og ferilinn, lífið, tilveruna og sjálfsvinnuna í viðtali við Kiddu Svarfdal í Fullorðins. Nóg er að gera hjá Stefaníu sem syngur jöfnum höndum á tónleikum, skemmtunum og í jarðarförum.

Finnst það sjálfsagt mál að leita sér ráðgjafar

Stefanía segir meðal annars frá því að henni finnist nauðsynlegt að leita sér ráðgjafar hjá þriðja aðila, sérfræðingi, og það jafnvel þegar ekkert alvarlegt er að. Segist hún hafa farið með barnsföður sínum í sambandsráðgjöf nokkrum mánuðum eftir fæðingu sonar þeirra.

„Af því við vorum bara ósammála með hluti.Okkur vantaði bara hjálp frá þriðja aðila til að leysa úr þessu.“

Þegar hún sagði fólki frá að þau væru í ráðgjöf sagðist hún hafa verið spurð hvort sambandið væri orðið svona slæmt.

„Ég er í mjög hamingjusömu sambandi í dag, við erum samt í sambandsráðgjöf. Maður getur ekki alltaf ráðið við öll vandamálin sín sjálfur. Mér finnst þetta vera bara hjálpartæki.“

Stefanía var í viðtali hjá Fókus á DV í byrjun desember.

Sjá einnig: Varð allt í einu ólétt, einstæð og atvinnulaus – „Þetta var mjög erfiður og skrýtinn tími“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur ástralska hjartaknúsarans ekki sáttir – „Hélt að hann væri einn af góðu strákunum“

Aðdáendur ástralska hjartaknúsarans ekki sáttir – „Hélt að hann væri einn af góðu strákunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er skjáfíkn raunverulegur sjúkdómur?

Er skjáfíkn raunverulegur sjúkdómur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð Goði: „Mér datt aldrei í hug að ég myndi missa heilsuna eða standa andspænis dauðanum aðeins 26 ára gamall“

Davíð Goði: „Mér datt aldrei í hug að ég myndi missa heilsuna eða standa andspænis dauðanum aðeins 26 ára gamall“