fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Ákærður fyrir að áreita stúlku undir lögaldri á skemmtistað í Garðabæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 11:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Maggi gnúsari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn þriðjudag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn manni sem hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni og brot gegn barnaverndarlögum.

Maðurinn er sakaður um að hafa aðfaranótt laugardagsins 23. júlí 2022, á ónefndum veitingastað í Garðabæ, við barinn, kysst stúlku á kinnina, og síðar á dansgólfinu strokið utan klæða yfir rass hennar og þrýst henni upp að sér, gegn vilja hennar. Í ákæru er hann sagður með þessu hafa sýnt „vanvirðandi háttsemi, yfirgang, ruddalegt og ósiðlegt athæfi auk þess að særa hana og móðga“.

Héraðssaksóknari krefst refsingar yfir manninum en fyrir hönd stúlkunnar er gerð krafa um miskabætur að fjárhæð ein milljón króna.

Þinghald í málinu er lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt