Rogan, sem heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi heims, virðist hafa reynst sannspár enda loga gríðarlegir skógareldar í Los Angeles og úthverfum borgarinnar og hefur tugþúsundum íbúa verið gert að yfirgefa heimili sín – sem mörg hver hafa þegar brunnið til kaldra kola.
Sjá einnig: Þessar stjörnur misstu heimili sín í Los Angeles – Mörg þekkt nöfn á listanum
Í þætti sínum þann 19. júlí síðastliðinn barst talið hjá Rogan og Sam Morill að skógareldum í Kaliforníu , en svo vildi til að Rogan var klæddur bol merkur slökkviliðinu í Los Angeles í þættinum sem Morill sagði að væri „grjóthart“.
Rogan rifjaði svo upp samtal sem hann átti við slökkviliðsmann um stöðu mála í ríkinu með tilliti til skógarelda.
„Einn daginn verður vindáttin óhagstæð og eldur mun kvikna á slæmum stað og hann mun brenna í gegnum alla Los Angeles, alla leið til sjávar og það er ekki f***ing neitt sem við getum gert í því,“ sagði hann.
Rogan segist hafa spurt slökkviliðsmanninn hvort þetta gæti verið rétt og hann hafi svarað á þá leið að í gegnum tíðina hefðu borgarbúar verið mjög heppnir með vindátt.
„Ef vindáttin verður óhagstæð mun eldurinn brenna sig í gegnum borgina,“ sagði hann og nú, innan við hálfu ári síðar, virðist spádómurinn hafa ræst.
„Þessir eldar eru svo stórir að þegar þeir kvikna er erfitt að ráða við þá,“ sagði Rogan en myndbandið má sjá hér að neðan
🔥 L.A. Fires Predicted with incredible accuracy by Fireman who spoke to Joe Rogan. 👀🔥 pic.twitter.com/oO7mEudMlS
— TUPACABRA (@TUPACABRA2) January 8, 2025