fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 10:30

Stefanía Svavarsdóttir Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Svavarsdóttir söngkona ræðir sönginn og ferilinn, lífið, tilveruna og sjálfsvinnuna í viðtali við Kiddu Svarfdal í Fullorðins. Nóg er að gera hjá Stefaníu sem syngur jöfnum höndum á tónleikum, skemmtunum og í jarðarförum.

„Það er ofboðslega gefandi. Ég man að fyrst fannst mér það erfitt og ég man að í einni af fyrstu jarðarförunum sem ég söng í, maður sem var bráðkvaddur um fimmtugt. Við erum að stilla upp og ekkjan og börnin ganga inn og eru grátandi við kistuna. Og ég hugsaði með mér: „Ég get þetta ekki.““

Segir hún Magga Kjartans sem hún var þá að syngja með hafa látið hana hugsa þetta með öðrum hætti. „Hvað músík er heilandi í þessum aðstæðum og hvað það er dýrmætt að geta gefið af sér í þessum aðstæðum fyrir þá sem syrgja og þá hugsaði ég þetta öðruvísi. Ég þurfti líka að temja mér að hugsa ekki um fjölskylduna mína, ekki um dauðann, reyna bara að hugsa um annað til að komast í gegnum flutninginn.

Það er erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum og vita að það er ekkert sem maður gert til að taka sársaukann í burtu.“

Segir hún jarðarfarir miserfiðar, erfiðara sé þegar um er að ræða börn og einstaklinga sem fallið hafa frá fyrir aldur fram. „Það er svo sterkt að sýna tilfinningar og geta grátið af því það sýnir að þú ert manneskja með tilfinningar og ert ekki að troða þeim niður og passa að enginn sjái.“

Stefanía var í viðtali hjá Fókus á DV í byrjun desember.

Sjá einnig: Varð allt í einu ólétt, einstæð og atvinnulaus – „Þetta var mjög erfiður og skrýtinn tími“

Björgvin hringdi loksins

Aðspurð um hvort Björgvin Halldórsson hafi beðið hana að vera með í Jólagestum eða hvort Stefanía hafi sjálf þurft að sækjast eftir að vera með segir hún:

„Ég er með lista í hausnum á mér, bucketlista, yfir það sem mig langar að gera og ég hef tikkað hluti af þessum lista síðustu árin. Hugarfarið mitt er að ég manifesta það og ég hugsa „Ég er að fara að gera þetta, þetta mun gerast.“ Ekki ég vona að það gerist, heldur þetta er að fara að gerast. Þegar fólk spurði „Heldurðu að þú verðir ekki með í Jólagestum?“ þá var ég bara „Jújú það mun gerast.““

Segist hún hafa rætt einhvern tíma við Björgvin og hann nefnt að það væri gaman að hafa hana með einhvern tíma. Og hún hafi sagt honum að hringja bara.

„Og svo bara eitt árið fæ ég símtal og er beðin að vera með. Ég held það fleyti manni langt að trúa á sjálfan sig, ég get þetta og ég á rétt á að gera þetta. Andstæðan við Imposter-syndrome.

Á bucket-listanum var að syngja með KK, ég elska KK. Svo vorum við beðin að syngja saman dúett á Eyjatónleikunu og þegar ég steig á svið með honum, það var svo stórt augnablik fyrir mig.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Móa sendir frá sér nýtt lag

Móa sendir frá sér nýtt lag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað Kanye sagði við hana rétt áður en hún afklæddist – „Hún lítur út fyrir að vera skelfingu lostin“

Varalesari afhjúpar hvað Kanye sagði við hana rétt áður en hún afklæddist – „Hún lítur út fyrir að vera skelfingu lostin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Helgarhjónabönd“ farin að ryðja sér til rúms – Búa einn og hitta makann bara af og til

„Helgarhjónabönd“ farin að ryðja sér til rúms – Búa einn og hitta makann bara af og til
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fann fyrir frelsi eftir fund með árásarmanni sínum – „Litirnir sem voru gráir, þungir og ógeðslegir eru orðnir bjartir“

Fann fyrir frelsi eftir fund með árásarmanni sínum – „Litirnir sem voru gráir, þungir og ógeðslegir eru orðnir bjartir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“