fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 07:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skógareldarnir í Los Angeles hafa haft gríðarleg áhrif á líf íbúa en í gærkvöldi höfðu um sex þúsund hektarar lands brunnið á Palisades-svæðinu.

Eldar loga einnig á fleiri svæðum og eru þekktir leikarar í hópi þeirra sem misst hafa heimili sín.

Billy Crystal, sem orðinn er 76 ára, missti heimili sitt til 46 ára í eldsvoðunum en hann og eiginkona hans, Janice, höfðu búið í húsinu frá árinu 1979. „Við ólum börnin okkar upp í þessu húsi og barnabörnin. Hver einasti fermetri í húsinu var uppfullur af ást og það geymdi minningar sem verða ekki teknar í burtu,“ sagði hann.

Paris Hilton kveðst hafa horft á heimili sitt í Malibu brenna til kaldra kola í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Það sé eitthvað sem enginn eigi að þurfa að upplifa. „Við áttum margar góðar minningar úr þessu húsi og það var þar sem Phoenix tók sín fyrstu skref,“ sagði hótelerfinginn og raunveruleikastjarnan fyrrverandi.

Leik- og söngkonan Mandy Moore segir að skóli barnanna hennar hafi brunnið til kaldra kola og margir af hennar uppáhaldsveitingastöðum. Þá hafi margir vina hennar misst heimili sín.

Leikarinn James Woods brotnaði saman þegar hann ræddi við CNN um þá staðreynd að hann væri búinn að heimili sitt. „Þetta er eins og að missa ástvin. Það reynir verulega á sálina að missa allt sitt í einu,“ segir hann.

Fleiri þekktir einstaklingar eru sagðir hafa misst heimili sín í eldsvoðunum, þar á meðal Eugene Levy og John Goodman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför