Metro segir að sérfræðingar telji að fíllinn geti hafa ráðist á Blanca vegna þess að hann hafi verið stressaður yfir að hafa þurft að vera nálægt fólki.
Það er vinsælt meðal ferðamanna að þvo og baðast með fílum í Taílandi.
Blanca var skiptinemi í Taílandi.
Fílaathvarfið er á Ko Yao Yai eyjunni sem er miðja vegu á milli Phuket og Krabi. Eyjan er þekkt fyrir sandstrendur, gúmmíekrur og fiskiþorp.