Þetta kemur fram í úttekt AFP en hún var gerð á grunni gagna frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War (ISW).
Í október tókst Rússum að leggja 610 ferkílómetra undir sig og í nóvember bættust 725 ferkílómetrar við. Það hægði á sókn þeirra í desember en þá náðu þeir 465 ferkílómetrum.
En hraðinn var samt meiri en á mörgum öðrum tímabilum í stríðinu.
Tæplega þrír fjórðu hlutar þess lands, sem Rússar lögðu undir sig á síðasta ári, er í Donetsk. Rússar eru nú með um 70% af héraðinu á sínu valdi en í árslok 2023 var hlutfallið 59%.