fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fókus

Gefa sparnaðarráð fyrir ferðir til Íslands – „Það er ekki búist við þjórfé á Íslandi“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 12. janúar 2025 21:30

Hardcastle hjónin gefa fjölmörg góð fjármálaráð fyrir ferð til Íslands. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadísku hjónin Gavin og Amanda Hardcastle, ljósmyndarar frá Nova Scotia, sem halda úti Youtube-rásinni Fototripper gefa ferðamönnum fjárhagsleg ráð áður en haldið er til Íslands. Í myndbandi sem birt var á þriðjudag eru ýmis atriði nefnd sem hafa mætti í huga.

„Hvert er fyrsta ráðið?“ spyr Gavin. „Ekki fara til Íslands,“ svarar Amanda í upphafi myndbandsins. En þau fóru í ár í tveggja vikna reisu um Ísland til að taka myndir af helstu náttúruperlunum.

Tíminn og staðurinn er einn mikilvægasti þátturinn að sögn Hardcastle hjónanna. Mun dýrara sé til dæmis að fara til Íslands í júlí og ágúst en yfir vetrarmánuðina. Hins vegar sé mun dýrara að galla sig upp fyrir íslenska veturinn en sumarið.

Þá er dýrara að ferðast um Suðurlandið, þar sem flestir vinsælustu ferðamannastaðirnir eru, en Norðurlandið. En þó að ódýrara sé að dvelja á Norðurlandi þá er lengra á milli ferðamannastaðanna þar.

Alltaf að dæla á bílinn

Gistingin og ferðamátinn er alltaf það dýrasta við að ferðast til Íslands segja þau. Ódýrasti kosturinn er að gista í tjaldi og að nota reiðhjól til að komast um.

„Við myndum aldrei mæla með þessu. Ég er allt of gamall og hokinn til að dvelja í tjaldi í viku eða tvær. Sérstaklega ekki á sumrin þegar það hellirignir og blæs. En við sáum fólk gera þetta,“ segir Gavin. „Og þau litu öll út fyrir að líða ömurlega,“ botnar Amanda.

Þá segjast þau ekki vilja vera á reiðhjóli á þjóðvegunum í rigningu og roki innan um ferðamenn á bílum, sem séu verstu ökumennirnir.

Strætó sé ódýr og svo er vel hægt að ferðast um á puttanum ef sá gállinn er á manni. Glæpatíðnin á Íslandi sé lág.

Alltaf að dæla á bílinn. Skjáskot/Youtube

Sé leigð íbúð, til dæmis á Airbnb, er mikilvægt að leigja snemma. Eins snemma og hægt sé. Einnig er mikilvægt að íbúðin hafi eldhús eða eldunaraðstöðu.

Töluverður sparnaður er fólginn í því að leigja camper bíl sem hægt er að sofa í, sérstaklega ódýrari týpur. Einnig að leigja lítinn bíl sem er ekki bensínfrekur því að bensínið er mjög dýrt á Íslandi.

Mæla þau þó með því að fylla tankinn mjög reglulega. Auðvelt sé að gleyma sér á vegunum og langt sé á milli staða. Það sé hræðilega dýrt að þurfa láta draga bensínlausan bíl.

Ekki búist við þjórfé

Annað sem er mjög dýrt á Íslandi er matur. Sérstaklega matur á kaffihúsum og veitingastöðum.

„Við borguðum 50 dollara [5 þúsund krónur] fyrir kaffi og köku og þetta var ekki einu sinni gott kaffi,“ segir Gavin.

Mikilvægt sé að elda eins oft og hægt er. Ef borðað er úti er best að borða ekki á veitingastöðum sem eru við aðalgötur bæja. Annars staðar er hægt að finna ódýrari veitingastaði þar sem minna er að gera og maturinn síst verri.

Bestu veitingastaðirnir ekki við aðalgötur. Skjáskot/Youtube

„Eitt sem er gott er að það er ekki búist við þjórfé á Íslandi,“ segir Gavin.

Þá er hægt að spara mikið með því að kaupa mat í lágvöruverslunum, einkum samlokur og örbylgjurétti.

Slepptu áfengi

Þá ber að nefna áfengið, sem sé mjög dýrt á Íslandi. Við því gefa Hardcastle hjónin einfalt ráð.

„Ef þér finnst gott að svolgra niður einum köldum með matnum, ekki fara til Íslands,“ segir Gavin.

Búast megi við því að borga 20 Kanadadollara, eða 2 þúsund krónur, fyrir venjulegt bjórglas á veitingastað.

„Best er að líta á ferðina sem detox. Slepptu því bara að drekka í tvær vikur. Líkaminn mun þakka þér sem og greiðslukortið,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“